Kaffi Rauðka er kaffihús, bar, tónleikastaður og frábær veislusalur staðsett í hjarta Siglufjarðar við smábátahöfnina. Kaffi Rauðka er opinn frá 15. júní með léttar veitingar, súpa dagsins, salöt, kökur og kruðerí, óáfenga og áfenga drykki við allra hæfi, lifandi viðburðir verða inni og úti í sumar.

Opnunartímar:
Fimmtudag-Sunnudag
Eldhúsið 12:00 – 21:00
Barinn opinn til 22:00

 

Á sumrin er hægt að spila strandblak, minigolf og risaskák á útisvæði Rauðku.  Á Kaffi Rauðku eru reglulega tónleikar, viðburðir, veislur og ráðstefnur allt árið um kring. Í norðurenda staðarins er glæsilegur veislu- og tónleikasalur. Á efri hæðinni er einnig notarlegur salur sem hentar fyrir minni fundi eða aðrar samkomur.