Forsöluverð er 3.900.- kr. en miða keypt í hurð er 4.500.- kr.
Coldplay Tribute eru heiðurstónleikar tileinkaðir einni vinsælustu hljómsveit heims í dag.
Að Coldplay Tribute standa Guito Thomas (söngur, píanó og kassagítar), Guðmann Sveinsson (rafmagnsgítar, bakraddir og kassagítar), Mikael Sigurðsson (bassi) og Rodrigo Lopes (trommur).
Fluttir verða helstu smellir hljómsveitarinnar, eins og „Yellow“, „The Scientist“, „Fix You“, „Viva la vida“, „Paradise“, og „A sky full of stars“, ásamt mörgu fleiru.
Áhorfendur mega búast við tímaferðalagi þar sem staldrað er við á mikilvægustu áföngum hljómsveitarinnar, í spennandi umgjörð í hæsta gæðaflokki fyrir alla Coldplay-aðdáendur.